Dýrasaga:
Mjög brengluð saga þar sem sögumaður er augljóslega veikur.
Mjög líklegt er að hann hafi orðið fyrir einhvernskonar misnotkun í bernsku þar
sem að hann var máttlaus á móti einhverjum miklu stærri en hann og hann ákveður
að taka það út á greyið stelpunni. Ánægjan sem hann fær út úr því að hræða
litlu stelpuna minnir helst á barn sem að leikur sér að því að kvelja kisur.
Stelpan er hætt að borða og sofa útaf honum og hann gæti ekki verið kátari með
það. Sagan einkennist af rosalega nánum lýsingum á vanlíðan barnsins sem
sögumaður nýtur svo mikið að jaðar við að vera einhverskonar sjúkt blæti. Litla
stelpan var svo snjöll að klippta út myndina af litla dýrinu úr bókinni og við
það lagaðist allt. Litla dýrið var ekki lengur að hlapa í burtu frá stóra
dýrinu í skelfingu heldur gat það núna verið að leika sér, eða hvað sem henni
datt í hug, því núna var það frjálst. Stjúppabbinn var að sjálfsögðu ekki
ánægður með þetta því að núna gat hann ekki hrætt hana lengur, eina sem hann
gat gert var að beita hana líkamlegu ofbeldi, sem hefur ekki næstum því jafn
slæm og djúp áhrif og þetta andlega ofbeldi sem hann beitti henni áður. Litla
stelpan var því búin að vinna. Sagan gerir lítið úr aumingjum sem beita konum
og börnum heimilisofbeldi.
Sori í bráðinu
Sori í bráðinu
Einkennileg saga um hefnd. Hinrik sýnir sig fyrir vinum
sínum með því að glíma við hunda og segist geta breytt sér í hundslík. Fyrst
hélt maður, eins og sögupersónur, að hann væri að grínast, en miðað við það að
allir sáu sama ómannlega rándýrasvipinn í andliti hans hefur það sennilega
verið rétt. Þegar hann drepur tíkina fyrir utan kaupstaðinn er eins og hann
hafi verið í einhverjum öðrum ham og það er ekki fyrr en hann er stoppaður og
spurður út í hvað hann sé að gera, að hann fatti það sjálfur hvað hann hafi
gert. Sex árum seinna hittir hann hvolp tíkarinnar, sem ennþá man eftir
morðingja mömmu sinnar, ræðst á hann og drepur.