laugardagur, 30. nóvember 2013

Ritdómur

Dýrasaga:
Mjög brengluð saga þar sem sögumaður er augljóslega veikur. Mjög líklegt er að hann hafi orðið fyrir einhvernskonar misnotkun í bernsku þar sem að hann var máttlaus á móti einhverjum miklu stærri en hann og hann ákveður að taka það út á greyið stelpunni. Ánægjan sem hann fær út úr því að hræða litlu stelpuna minnir helst á barn sem að leikur sér að því að kvelja kisur. Stelpan er hætt að borða og sofa útaf honum og hann gæti ekki verið kátari með það. Sagan einkennist af rosalega nánum lýsingum á vanlíðan barnsins sem sögumaður nýtur svo mikið að jaðar við að vera einhverskonar sjúkt blæti. Litla stelpan var svo snjöll að klippta út myndina af litla dýrinu úr bókinni og við það lagaðist allt. Litla dýrið var ekki lengur að hlapa í burtu frá stóra dýrinu í skelfingu heldur gat það núna verið að leika sér, eða hvað sem henni datt í hug, því núna var það frjálst. Stjúppabbinn var að sjálfsögðu ekki ánægður með þetta því að núna gat hann ekki hrætt hana lengur, eina sem hann gat gert var að beita hana líkamlegu ofbeldi, sem hefur ekki næstum því jafn slæm og djúp áhrif og þetta andlega ofbeldi sem hann beitti henni áður. Litla stelpan var því búin að vinna. Sagan gerir lítið úr aumingjum sem beita konum og börnum heimilisofbeldi.

Sori í bráðinu

Einkennileg saga um hefnd. Hinrik sýnir sig fyrir vinum sínum með því að glíma við hunda og segist geta breytt sér í hundslík. Fyrst hélt maður, eins og sögupersónur, að hann væri að grínast, en miðað við það að allir sáu sama ómannlega rándýrasvipinn í andliti hans hefur það sennilega verið rétt. Þegar hann drepur tíkina fyrir utan kaupstaðinn er eins og hann hafi verið í einhverjum öðrum ham og það er ekki fyrr en hann er stoppaður og spurður út í hvað hann sé að gera, að hann fatti það sjálfur hvað hann hafi gert. Sex árum seinna hittir hann hvolp tíkarinnar, sem ennþá man eftir morðingja mömmu sinnar, ræðst á hann og drepur.

föstudagur, 29. nóvember 2013

Afhverju eru feministar á Íslandi?

 Í gær fór ég í sund. Það er kannski ekki frásögufærandi nema hvað að ég fór einfara í sund. Í pottinum voru tvær stelpur að tala um brjóstastækkanir, önnur nýbúin í slíkri, hin á leiðinni í slíka. Ég velti fyrir mér hvaðan þessar ungu stelpur, rétt sprottnar upp úr kynþroska fái þessar hugmyndir að leggjast undir hníf fyrir útlitsdýrkun okkar samfélags. Við erum með illa brenglaða mynd af staðalmyndum - sérstaklega kvenna! Þá komum við að því afhverju feministar eru mikilvægir á litla Íslandi - þeir eru t.d. mikilvægir til þess að vitundavekja ungar stelpur eins og stelpurnar í pottinum svo þær átti sig á því að þær þurfi EKKI að vera copy af staðalmynd kvenna - sem er: ljóst hár, stór brjóst og grannar og langar lappir. Þetta er hinsvegar bara eitt dæmi afhverju feministar eru snilld.

Bensínstöð í Mosfellsbæ

Frábær saga.
1. Að frændinn sé að fara í vinnuna er lygi. Að hann sé að fara á tónleika er mögulega líka lygi, sennilega ekki samt. Að hann ætlaði að vera bara tvo og hálfan tíma er lygi. Að hann hafi ætlað að skilja barnið eftir heima var lygi. Að foreldrar Baldurs væru á leiðinni í bústað er lygi. Að þau hafi séð sögumann á bensínstöð í mosfellsbæ er lygi, eins og nánast allt sem þau segja. Að sögumaður hafi EKKI verið á bensínstöðinni er mjög líklega lygi. Hann hefur greinilega eitthvað að fela.
2. Foreldrarnir ljúga mest og Baldur ekki neitt.
3. Að foreldrar Baldur reykja (ekki beint lygi samt)
4. Baldur er klárlega trúverðugasta persóna sögunnar.
5. Foreldar Baldurs voru á T.G.I. Fridays í Smáralind (ekki Ruby Tuesday), eftir það fóru þau á djammið í mosó þar sem þau sáu sögumann. Baldur hafði átt að hitta sögumann þetta kvöld en sögumaður sagðist vera veikur og ekki komast. Þessvegna segist hann ekki kannast við að hafa verið í Mosfellsbæ.
6. Þema sögunnar er bull og lygar.

7. Að hún "meikar ekki sense", hefur ekkert upphaf og engan endi (eiginlega), skrítinn og ruglingslegan söguþráð með flækjum.

sunnudagur, 1. september 2013

"Sjálfstæði er betra en kjöt"


Mér finnst bókin bara nokkuð góð, allavegana hingað til en ég vona þó að meira fari að gerast þar sem að ég hef ekkert sérstaklega gaman að lesa og þarf svolítið meira en sniðug samtöl til þess að halda mér við lesturinn. Hún er því miður allavegana ekki búin að grípa mig þannig að mig langi að fara að lesa.          Mér finnst húmorinn vera það sem stendur sérstaklega upp úr. Eins og þegar Rósu langar svo mikið í mjólk og kjöt að henni fer að dreyma það og fær vatn í munnin þegar hún sér kind. Eftir það talar hann um hana sem hjartaveika.
Bjartur og Rósa er greinilega að einhverju leyti byggð á bóndanum og konu hans sem Halldór leitaði skjóls hjá þegar hann lenti í óveðri 1926. Bóndinn hafði slátrað einu kúnni sinni til þess að eiga kjöt handa kindunum. Hann sagði að það gerði minna til þótt fólkið væri mjólkurlaust og matarlítið, aðalatriðið væri að hafa nóg handa kindunum. Dýrin gengu fyrir, alveg eins og hjá Bjarti. Konu bóndans langaði einnig svo mikið í mjólk, sagðist alltaf vera að óska sér að hún hefði svolítinn mjólkurdropa; allan daginn og alla nóttina.            Ég vissulega vorkenni og stend með Rósu, sérstaklega þegar hún vill leggja stein í dys Gunnvarar.
Þó svo að ég trúi ekki á drauga eða "ill öfl" þá myndi ég svo sannarlega leyfa henni að leggja stein í dysinn ef henni liði betur við það. Bjartur fer vissulega í taugarnar á mér en ekki eins mikið og hann á eftir að gera held ég.

Ég sé fyrir mér nútíma Bjart sem týpískan vitlausan íslending sem væri fastagestur á kommentakerfi DV.is